Kynntu þér Ceed Sportswagon.
Kia Connect þjónustan 1,2,8,9
Afkastamikill & sparneytinn, Plug-in Hybrid
Mikið farangursrými
Ljósmyndir og hreyfimyndir eru einungis notaðar til útskýringar. Endanleg framleiðsluvara getur verið frábrugðin því sem myndirnar sýna.
Static and moving imagery are used for illustration purposes only. Final product may show differences in comparison to the images employed.
Sportswagon lagar sig að þínum þörfum
Ceed Sportswagon er rúmgóður og fjölhæfur. Lokað grill með kraftlegu svipmóti sem gefur yfirbyggingu bílsins enn fágaðra og sportlegra yfirbragð. Flæðandi, vængjalaga neðri rist með umgjörð með satínkrómáferð, LED framljósabúnaður sem nú kemur einnig með LED þokuljósum, þríhyrningslaga loftrist með nýrri hönnun og nýr áberandi framstuðari.
Athyglisverð hönnun að aftan líka. Þar er að finna áberandi atriði eins og LED afturljósasamstæðu sem geislar af öryggi og krafti. Uppfærður neðri stuðari með svartgljáandi vindskeið með satínumgjörð með innfelldum endurköstum og bakkljósum. Auk þess er nýtt PHEV merki á afturhlera.
Fjölhæfur og fágaður. Í innanrými er nýtt leðurlíki og tau á sætum ásamt leðurklæddu stýri sem rímar fullkomlega við sportlega sætastöðuna. Grá klæðning í þaki og breið sóllúga auka tilfinningu fyrir rými. Stjórnrýmið er hannað í kringum ökumanninn og býður upp á þægilega stöðu og hátæknivæddan búnað af ýmsu tagi.
Nýr Ceed er umhverfisvænn og fjölhæfur Plug-in hybrid bíll. Áberandi vatnskassahlíf og hleðsluinntak í frambrettinu, útlitsatriði á hliðum stuðaranna og sportlega mótaðar hjólaskálar að framan. 17" álfelgur gefa svipsterkri yfirbyggingunni enn sportlegri fágun.
SCC 5 viðheldur þeim hraða sem ökumaðurinn hefur valið. Kerfið metur stöðu og hraða ökutækisins sem á undan fer með myndavél og ratsjá framanvert á bílnum og viðheldur öruggri fjarlægð. Kerfið stýrir hröðun og hraðaminnkun og tryggir að Kia Ceed Sportwagon stöðvast þegar ökutækið á undan stöðvast. Þegar ökutækinu sem á undan fer er aftur ekið af stað tekur Ceed Sportwagon einnig sjálfkrafa af stað.
LFA kerfið styðst við myndavél á framrúðunni til að fylgjast með akreinamerkingum eða ökutækinu á undan og heldur þínum Ceed Sportswagon á miðju akreinar. Kerfið er fáanlegt með öllum beinskiptum gerðum og gerðum með DCT gírskiptingu.
BCA styðst við myndavél í framrúðunni og ratsjár á afturhornum bílsins til þess að fylgjast með stöðu og hraða annarra ökutækja til hliðanna eða í blinda blettinum. Kerfið gefur frá sér mynd- og hljóðmerki ef það telur árekstur yfirvofandi. Það getur einnig gripið með virkum hætti inn í atburðarásina til að halda bílnum á réttri akrein og forðast þannig árekstur.
Þverumferðarvarinn (RCCA) styðst við ratsjá og varar ökumann með mynd- og hljóðmerki við hugsanlegri umferð þvert á stefnu bílsins þegar honum er bakkað út úr bílastæði eða heimreið. Ef þörf krefur grípur búnaðurinn inn í atburðarásina.
The system notices if you’re losing concentration by monitoring the pattern of the steering wheel, acceleration and overall length of the journey. If your attention level seems low, it alerts you both visually and audibly. DAW+ (Driver Attention Warning +) also features a leading vehicle departure warning system that will alert you too if, for example, when in traffic, the car in front of you drives away and you don’t move.
Ekkert jafnast á við eigin upplifun. Pantaðu reynsluakstur.
Extra power for low-emission driving with no plug-in recharging needed. By cleverly pairing a Smartstream 1.5 liter Turbo 160 PS petrol engine with a 48-volt lithium-ion battery, Kia’s mild hybrid system in ProCeed can reduce fuel consumption and vehicle emission levels. What’s more, the integrated ‘e-system’ recovers kinetic energy during deceleration phases to provide torque assistance when accelerating.
Með snjallri samþættingu Smartstream Turbo bensín- eða dísilvélar og 48 volta, liþíum-jóna rafhlöðu getur milda tvinnaflrásin í Ceed Sportswagon dregið úr eldsneytisnotkun og losun frá ökutækinu. Því til viðbótar endurheimtir samþætta „e-kerfið“ hreyfiorku við hraðaminnkun og beinir henni til aflrásarinnar á ný við hröðun.
Stjórnvöld í sumum Evrópulöndum styðja fjölgun ökutækja með Hybrid aflrás með skattaafsláttum og stuðningi við kaup þeirra. Í mörgum borgum er heimilt að aka ökutækjum með Hybrid aflrás á svæðum þar sem lítillar losunar er krafist. Það þýðir að hægt er komast þangað sem aðrir komast ekki.
Það er „e-kerfið“ sem ræsir vélina og tryggir tafarlausa og hljóðláta ræsingu. Við hröðun eða akstur upp brekku veitir „e-kerfið“ viðbótartog inn á aflrásarkerfið með orku frá rafhlöðunni. Í akstri á jafnsléttu á jöfnum hraða nýtist hluti af aflinu frá brunahreyflinum til þess að endurhlaða rafhlöðuna ef hleðslan er lág.
Gerðir með iMT 6, það slokknar á vélinni þegar stigið er af inngjöfinni og bíllinn er látinn „krúsa“. Það dregur úr eldsneytisnotkun. Hreyfiorkan sem verður til þegar hægt er á bílnum eða honum hemlað, hleðst inn á rafhlöðuna. Þegar hægt er á bílnum og hann stöðvaður, stöðvast vélin sjálfvirkt sem dregur einnig úr eldsneytisnotkun.
Þjónustan er ókeypis í sjö ár frá þeim tíma sem bíllinn er seldur fyrsta eiganda hans, þ.e.a.s. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur tekið breytingum á tímabilinu. Upplýsingar um notkun og notkunarskilmála má finna í aðalskjá bílsins. Þjónustan sem er í boði getur verið breytileg eftir löndum. Snjallsími með gagnasamningi er nauðsynlegur til þess að virkja Kia Connect Live þjónustuna í löndum og bílgerðum sem ekki eru með innbyggða fjarskiptatækni.
Upplýsinga- og stýriþjónusta fyrir þinn Kia beint úr snjallsímanum. Þjónustan er ókeypis í sjö ár frá þeim tíma sem bíllinn er seldur fyrsta eiganda hans, þ.e.a.s. frá þeim tíma sem upphaflegur kaupsamningur tekur gildi, og getur tekið breytingum á tímabilinu Upplýsingar um notkun og notkunarskilmála fá finna í Kia Connect appinu. Snjallsími með iOS eða Android stýrikerfi og gagnasamningur fyrir farsíma er nauðsynlegur og getur leitt til viðbótarkostnaðar.
JBL ® hljómkerfið er með Clari-Fi™ tækni. Upplýsingar á stafrænu formi geta glatast þegar þeim er þjappað í MP3 skrár Clari-Fi™ tæknin leitast við að endurheimta hljóð á háu og lágu tónsviði og bæta hljómgæðin.
–
Aðgerð sem slekkur á bílvél þegar bíll er á ferð er einungis fáanleg í gerðum sem búnar eru snjallstýrðri beinskiptingu (iMT). Virkni aðgerðarinnar tekur mið af raunverulegum akstursaðstæðum.
Tilboðið gildir eingöngu fyrir ný Kia ökutæki sem keypt eru eftir 28. febrúar 2013 og eru með LG leiðsögukerfi frá verksmiðju. Kostnaður getur fylgt því að framkvæma uppfærsluna á verkstæði. Innifalið í kortauppfærslu til 7 ára eru sex kortauppfærslur þar sem Kia ökutæki koma frá verksmiðju með nýjustu gerð korta. Tilboðið hefur ekki áhrif á ábyrgð á leiðsögukerfinu. Kia er ekki ábyrgt fyrir gæðum kortagagnanna sem koma frá kortagagnabirginum.
Fyrir ökutæki sem eru seld frá maí 2022 býður Kia upp á tvær endurgjaldlausar uppfærslur á hugbúnaði og kortum í leiðsögukerfi ökutækisins með svokallaðri "over-the-air" aðferð ("OTA Updates").